Rússar ná Avdívku á sitt vald

Lítið er eftir af iðnaðarborginni Avdivku.
Lítið er eftir af iðnaðarborginni Avdivku. AFP

Úkraínski herinn hefur yfirgefið borgina Avdívku í austurhluta landsins, að því er Oleksandr Sirskí, nýskipaður yfirmaður herafla Úkraínu hefur greint frá. Rússar hafa því nú fullt vald yfir borginni.

Rússneskar hersveitir hafa sett aukinn kraft í árásir í borginni og hefur þar orðið mikið mannfall í kjölfarið. Selenskí Úkraínuforseti sagði aðgerðina hafa verið nauðsynlega til þess að bjarga úkraínsku þjóðinni, á blaðamannafundi í München.

Borgin lögð í rúst

„Til þess að forðast að vera umkringdir ákváðum við að færa okkur á aðrar vígstöðvar. Þetta þýðir ekki að við séum búnir að færa okkur um einhverja kílómetra og að Rússland sé búið að ná einhverju. Það er ekki búið að ná neinu,“ fullyrti hann.

Fall Avdívku er talinn vera stór táknrænn sigur fyrir Pútín Rússlandsforseta. Um er að ræða litla iðnaðarborg sem er staðsett nærri borginni Donetsk en þar fara rússneskir aðskilnaðarsinnar með völd. Avdívka hefur nú verið lögð í rúst og hafa flestallir íbúar hennar flúið, um 34 þúsund manns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert