Rússnesk stjórnvöld segja rannsóknina á dauða stjórnarandstæðingsins Alexei Navalnís vera í fullum gangi. Þau gagnrýna jafnframt „ruddaleg ummæli” þar sem skuldinni hefur verið skellt á þau.
Rússnesk stjórnvöld hafa hingað til neitað að afhenda skyldmennum Navalnís lík hans og hafa stuðningsmenn hans sakað þau um að vera morðingja og reynt að hylma yfir ódæðið.
Dmity Peskov, talsmaður Rússlandsforseta, sagði rannsókn á dauða Navalnís vera í gangi og að verið væri að grípa til „allra nauðsynlegra aðgerða” vegna hennar.
„Í augnablikinu hafa niðurstöður rannsóknarinnar ekki verið birtar, þær eru ókunnar,” sagði hann.
Vestrænir leiðtogar, þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti, segja Vladimír Pútín Rússlandsforseta bera ábyrgð á dauða Navalnís.
„Við þessar aðstæður, þegar engar upplýsingar eru fyrir hendi, er algjörlega óásættanlegt að setja fram svona ruddaleg ummæli,” sagði Peskov, án þetta að tilgreina nánar hvaða ummæli hann ætti við.