Vladimír Pútín Rússlandsforseti fór í prufuflug með herþotu sem er fær um að ferja kjarnorkuvopn og getur flogið á hljóðhraða eða um það bil 343,2 m/s.
Svo virðist sem að prufuflugið hafi verið svokölluð styrkleikasýning nú tveimur dögum áður en tvö ár verða frá innrás Rússlands í Úkraínu.
Ríkisfjölmiðill sýndi herþotuna, sem er af gerðinni Tu-160M, taka á loft og lenda nærri framleiðandanum í borginni Kazan fyrir miðju Rússlandi.
„Þetta er ný vél, ný á marga vegu. Hún lætur betur að stjórn, það er bersýnilegt,“ sagði Pútín í viðtali við ríkisfjölmiðilinn, en hann varði 30 mínútum í vélinni.