Segir að gagnsókninni hafi verið lekið til Rússa

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, á blaðamannafundinum í dag.
Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, á blaðamannafundinum í dag. AFP/Sergei Supinsky

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, telur að áætlun um gagnsókn Úkraínumanna á síðasta ári hafi verið lekið til Rússa áður en hún hófst.

Gagnsóknin hófst í júní árið 2023, með milljarða dala vopnastuðningi Vesturlanda, og náði ekki flugi.

„Áætlanir okkar til gagnsóknar voru á borði stjórnvalda í Kreml áður en gagnsóknin hófst,“ sagði Selenskí á blaðamannafundi í Kænugarði.

Frá blaðamannafundinum í Kænugarði.
Frá blaðamannafundinum í Kænugarði. AFP/Sergei Supinsky

Hann staðfesti síðan við AFP-fréttaveituna að það sem hann meinti með ummælunum var að rússnesk stjórnvöld hefðu fengið trúnaðarupplýsingar um gagnsóknina. 

Selenskí veitti ekki frekari upplýsingar um lekann. 

Nokkrar áætlanir undirbúnar 

Forsetinn greindi frá því á fundinum að úkraínsk stjórnvöld væru að undirbúa „nokkrar“ útgáfur af hernaðaráætlunum sínum fyrir árið í ár til þess að koma í veg fyrir annan leka. 

Spurður hvort að Úkraínumenn ætluðu að ráðast í aðra gagnsókn á þessu árið sagði Selenskí: „Við erum með áætlun, skýra áætlun. Nokkrar áætlanir eru í undirbúningi vegna upplýsingaleka.“

Rússneski herinn er nú í sókn í austurhluta Úkraínu eftir að hafa náð völdum í borginni Avdívku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka