Segja Navalní hafa verið á leið í fangaskipti

Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní lést í rússnesku fangelsi í sjálfsstjórnarhéraðinu Okurg …
Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní lést í rússnesku fangelsi í sjálfsstjórnarhéraðinu Okurg og halda samstarfsmenn hans því fram að til hafi staðið að skipta á honum og rússneskum leyniþjónustumanni í haldi Þjóðverja. AFP

Sam­starfs­fólk rúss­neska stjórn­ar­and­stæðings­ins Al­ex­ei Navalnís seg­ir að til hafi staðið að skipta á hon­um og öðrum fanga, FSB-leyniþjón­ustu­mann­in­um og dráps­mann­in­um Vadím Kras­í­kov, sem afplán­ar dóm fyr­ir mann­dráp í þýsku höfuðborg­inni Berlín.

Hafi dauða Navalnís í fanga­ný­lend­unni FKU IK-3 í þorp­inu Kharp í sjálfs­stjórn­ar­héraðinu Ok­urg 16. fe­brú­ar borið að hönd­um rétt áður en af þess­um skipt­um varð.

Að sögn Maríu Pevt­sjikk, eins sam­starfs­mann­anna, hafði Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti fengið til­boð um að fá Kras­í­kov af­hent­an gegn því að hann af­henti tvo banda­ríska rík­is­borg­ara, sem sitja fangn­ir í Rússlandi, og Navalní.

Viðræður á loka­stigi

„Ég hef fengið það staðfest að samn­ingaviðræðurn­ar stóðu yfir og voru á loka­stigi,“ sagði Pevt­sjikk við AFP-frétta­stof­una en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá henni höfðu viðræðurn­ar staðið yfir um tveggja ára skeið og verið á milli emb­ætt­is­manna í Berlín, Moskvu og Washingt­on.

„Til stóð að sleppa Navalní á næstu dög­um,“ sagði hún við frétta­stof­una. Þýsk stjórn­völd neita hins veg­ar að tjá sig nokkuð um málið en þau banda­rísku hafa ásakað Rússa um að hand­taka banda­ríska rík­is­borg­ara fyr­ir upp­logn­ar sak­ir með það fyr­ir aug­um að hafa þá sem skipti­mynt fyr­ir Rússa sem hlotið hafa dóma í öðrum ríkj­um.

Meðal Banda­ríkja­manna sem sitja í haldi í Rússlandi er Paul Whel­an, fyrr­ver­andi banda­rísk­ur sjó­liði og Wall Street Journal-blaðamaður­inn Evan Ger­skótvit­sj en báðir sæta þeir ákæru fyr­ir njósn­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert