Stuðningsmenn Trumps nota falsaðar myndir

Donald Trump.
Donald Trump. AFP/Sean Rayford

Stuðningsmenn Donalds Trumps hafa búið til falsaðar ljósmyndir sem eru búnar til með aðstoð gervigreindar þar sem Bandaríkjamenn af afrískum uppruna eru hvattir til að kjósa Repúblikanaflokkinn. Myndunum hefur verið deilt á samfélagsmiðlum. 

Þátturinn BBC Panorama komst að því að tugir djúpfalsaðra ljósmynda eru í umferð sem sýna svart fólk styðja Bandaríkjaforsetann fyrrverandi, að því er BBC greindi frá. 

Trump hefur reynt að auka fylgi sitt hjá svörtum stuðningsmönnum en þeir voru lykillinn að kosningasigri Joes Bidens í forsetakosningunum árið 2020.

Engar sannanir eru þó fyrir beinum tengslum þessara mynda við kosningaherferð Trumps.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert