„Veruleg mistök“ að styðja flóttamannahjálpina

Maður merktur UNRWA í lok janúar.
Maður merktur UNRWA í lok janúar. AFP/Zain Jaafar

Ísraelar gagnrýna harðlega ákvörðun Svía og Kanadamanna um að hefja að nýju fjárveitingar til Palestínuflótta­manna­hjálp­ar Sam­einuðu þjóðanna, UN­RWA.

Það að styðja UNRWA séu „veruleg mistök“, að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Ísraels. 

Svíþjóð og Kanada voru á meðal sextán þjóða sem frystu fjár­veit­ing­ar til UN­RWA eft­ir að grun­semd­ir vöknuðu um að stofn­un­in hefði hugs­an­lega átt aðild að árás hryðju­verka­sam­tak­anna Ham­as á Ísra­el 7. októ­ber. Málið er til rann­sókn­ar inn­an Sam­einuðu þjóðanna.

Utanríkisráðuneyti Ísraels biðlar til ríkjanna um að stöðva fjárveitingar til stofnunarinnar og að „styðja ekki stofnun sem að hundruð hryðjuverkamanna Hamas starfa hjá“.

Fjárveiting á meðan rannsókn stendur yfir

Svíar greindu frá því í dag að þeir hefðu út­hlutað 400 millj­ón­um sænskra króna til UN­RWA fyr­ir árið 2024. Upphæðin nemur um fimm milljörðum íslenskra króna.

Stjórn­völd í Kan­ada sögðust á föstu­dag ætla að hefja fjár­veit­ing­ar til stofn­un­ar­inn­ar á ný á meðan rann­sókn á starfs­fólki henn­ar stend­ur yfir.

Hungursneyð yfirvofandi

UNRWA er stærsta stofn­un inn­an Sam­einuðu þjóðanna sem starfar á Gasa. Alls starfa 13.000 manns inn­an hennar á svæðinu.

Hjálparstarf stofnunarinnar hefur skipt sköpum á Gasa en Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að hungursneyð sé þar yfirvofandi eftir fimm mánuði af árásum Ísraelshers.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert