Svíar taka í fyrsta sinn þátt í heræfingum Atlantshafsbandalagsins, NATO, sem fara núna fram í norðurhluta Finnlands og í Noregi.
Æfingarnar eru þær umfangsmestu síðan í kalda stríðinu.
Um 20 þúsund manns taka þátt frá 13 bandalagsríkjum, á sama tíma og samskipti NATO og Rússa fara versnandi.
Svíar gengu á dögunum formlega inn í NATO og var þjóðfáni þeirra dreginn að húni í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel.