Hernaðaraðgerð við sjúkrahúsið Al-Shifa

Al-Shifa er stærsta sjúkrahúsið á Gasasvæðinu.
Al-Shifa er stærsta sjúkrahúsið á Gasasvæðinu. AFP

Ísraelsher hóf í morgun hernaðaraðgerð við stærsta sjúkrahús Gasasvæðisins, Al-Shifa.

Vitni greindu frá því að loftárásir hefðu verið gerðar á hverfið þar sem sjúkrahúsið er staðsett. Fregnir hafa borist af byssuskotum á svæðinu. 

Ísraelskir hermenn „eru að framkvæma nákvæma [hernaðar]aðgerð á svæðinu þar sem Shifa-sjúkrahúsið er staðsett”, sagði í yfirlýsingu frá hernum.

„Aðgerðin byggir á upplýsingum sem gefa til kynna að sjúkrahúsið sé notað af háttsettum hryðjuverkamönnum frá Hamas.”

Ísrelskur skriðdreki á Gasasvæðinu.
Ísrelskur skriðdreki á Gasasvæðinu. AFP/Jack Guez

Vitni á Gasasvæðinu sögðu skriðdreka hafa umkringt sjúkrahúsið.

Tugir þúsunda Palestínumanna á flótta hafa leitað skjóls á sjúkrahúsinu og á svæðinu í kring, að sögn heilbrigðisráðuneytis Gasasvæðisins sem Hamas stjórnar.

Ísraelsher fór í sams konar hernaðaraðgerð á Al-Shifa í nóvember síðastliðnum og voru ísraelsk stjórnvöld harðlega gagnrýnd víða um heim vegna þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert