„Byssa sem er miðað að höfði Bandaríkjamanna“

Þingmenn öldungadeildarinnar meta nú hvort að þeir muni taka upp …
Þingmenn öldungadeildarinnar meta nú hvort að þeir muni taka upp frumvarp sem myndi þvinga fram sölu TikTok. AFP/Olivier Douliery

Hátt­sett­ir emb­ætt­is­menn frá banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unni (FBI), dóms­málaráðuneyt­inu og skrif­stofu leyniþjón­ust­u­stjóra héldu í gær lokaðan trúnaðar­fund fyr­ir öld­unga­deild­arþing­menn í leyniþjón­ustu- og viðskipta­nefnd öld­unga­deild­ar­inn­ar.

Í síðustu viku samþykkti full­trúa­deild Banda­ríkjaþings frum­varp sem myndi þvinga móður­fyr­ir­tækið Byted­ance til að selja dótt­ur­fyr­ir­tækið TikT­ok, ella yrði TikT­ok bannað í Banda­ríkj­un­um.

Frum­varpið er nú til skoðunar hjá fyrr­nefnd­um þing­nefnd­um öld­unga­deild­ar­inn­ar.

ABC News grein­ir frá. 

Vopna­væða upp­lýs­ing­ar og gögn

„TikT­ok er byssa sem er miðað að höfði Banda­ríkja­manna,“ varaði Rich­ard Blu­ment­hal, öld­unga­deild­arþingmaður Demó­krata, við í kjöl­far trúnaðar­fund­ar í þing­hús­inu.

„Kín­versku komm­ún­ist­arn­ir eru að vopn­væða upp­lýs­ing­ar og gögn sem þeir eru stöðugt að safna frá 170 millj­ón­um Banda­ríkja­manna,“ sagði hann og út­skýrði að upp­lýs­ing­arn­ar væru svo hugs­an­lega notaðar til að hafa áhrif á umræðu um lýðræðis­leg mál í Banda­ríkj­un­um.

Richard Blumenthal, öldungadeildarþingmaður Demókrata frá Connecticut.
Rich­ard Blu­ment­hal, öld­unga­deild­arþingmaður Demó­krata frá Conn­ecticut. AFP/​Yuriv Dyac­hys­hyn

Seg­ir TikT­ok ota efni um sjálfsskaða að börn­um

Öld­unga­deild­arþingmaður­inn Ted Cruz, fremsti Re­públi­kan­inn í viðskipta­nefnd­inni, sagði í kjöl­far trúnaðar­fund­ar­ins að það væri mikið áhyggju­efni hvernig TikT­ok beit­ir al­grími (e. Al­g­o­rit­hm) for­rits­ins gegn not­end­um í Banda­ríkj­un­um.

„Efnið á TikT­ok í Kína ýtir und­ir hluti eins og stærðfræði, vís­indi, mennt­un, starfsþrek og aga. Og hér í Banda­ríkj­un­um er kín­verski komm­ún­ista­flokk­ur­inn að ýta und­ir efni til krakk­anna okk­ar eins og sjálfsskaða og sjálfs­víg,“ sagði Cruz.

Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Repúblikana frá Texas.
Ted Cruz, öld­unga­deild­arþingmaður Re­públi­kana frá Texas. AFP/​Getty Ima­ges/​Nath­an How­ard

TikT­ok hafn­ar al­farið ásök­un­um

Þótt vís­bend­ing­ar hafi verið uppi um að frum­varpið myndi eiga erfitt upp­drátt­ar í öld­unga­deild­inni þá virðast fleiri þing­menn nú vilja þvinga fram sölu TikT­ok. Marg­ir þing­menn ít­reka að ekki er verið að banna TikT­ok, held­ur frek­ar að tryggja að fyr­ir­tækið sé í eigu ein­stak­linga sem eru ekki með tengsl við kín­verska komm­ún­ista­flokk­inn.

Ekki ligg­ur fyr­ir hvenær frum­varp yrði sett á dag­skrá öld­unga­deild­ar­inn­ar en lík­lega verður það ekki al­veg á næst­unni þar sem tveggja vikna þing­hlé hefst und­ir lok vik­unn­ar.

TikT­ok hafn­ar al­farið ásök­un­um um að fyr­ir­tækið hafi deilt með kín­versk­um stjórn­völd­um gögn­um um not­end­ur. Kín­versk stjórn­völd for­dæmdu í síðustu viku samþykkt frum­varps­ins í full­trúa­deild Banda­ríkjaþings. 

„Ef hægt er að taka geðþótta­ákvörðun um að nota svo­kallaðar þjóðarör­ygg­is­ástæður til að bæla niður framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki frá öðrum lönd­um er hvorki sann­girni né rétt­læti fyr­ir hendi,“ sagði Wang Wen­bin, talsmaður ut­an­rík­is­ráðuneyt­is Kína, á blaðamanna­fundi fyr­ir viku. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert