Pútín tjáir sig um hryðjuverkin

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP/Mikhail Metzel

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur tjáð sig um hryðjuverkaárásina sem átti sér stað í Crocus City-tónleikahöllinni í Moskvu í gær.

Pútín hét öllum þeim sem tóku þátt í árásinni hörðum hefndum og lýsti yfir þjóðarsorg á morgun, sunnudag.

Sagði hann jafnframt að þeir fjórir sem grunaðir eru um að hafa framið hryðjuverkin hefðu allir verið handteknir.

„Þeir voru á ferð í átt að Úkraínu,“ sagði Pútín í dag.

„Við munum bera kennsl á og refsa öllum sem stóðu á bak við hryðjuverkamennina sem undirbjuggu árásina,“ bætti hann við.

Tala látinna er nú komin yfir 100 og er talið að hún eigi eftir að hækka verulega. Viðbragðsaðilar munu halda áfram að leita í rústum tónleikahallarinnar næstu daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert