Trump tengdur vettvangi hryðjuverkanna

Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna árið 2016.
Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna árið 2016. AFP/Joe Raedle

Ríki íslams myrti að minnsta kosti 40 manns í Crocus City-kjarn­an­um í útjaðri Moskvu, höfuðborg­ar Rúss­lands, í kvöld.

Eig­end­ur kjarn­ans komust í heim­spress­una árið 2016 vegna tengsla þeirra við Don­ald Trump, árið sem hann var kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna.

Crocus City er stór kjarni rétt fyr­ir utan borg­ar­mörk Moskvu. Þar eru meðal ann­ars tón­leika­höll, versl­un­ar­miðstöð og fund­ar­sal­ir. 

Heims­fræg­ir uppist­and­ar­ar og tón­lista­menn hafa troðið upp í tón­leika­höll­inni en árið 2013 hélt Don­ald Trump þar keppn­ina Ung­frú al­heim.

Tóku ný­lega lán

Rúss­neski fast­eigna­jöf­ur­inn og millj­arðamær­ing­ur­inn Aras Agal­arov lét byggja Crocus City árið 2009. Hann er rúss­nesk­ur rík­is­borg­ari en fædd­ist í Aser­baíd­sj­an.

Agl­arov var met­inn á 1,2 millj­arð banda­ríkja­doll­ara árið 2021, sem nem­ur um 166 millj­örðum ís­lenskra króna. 

For­bes í Rússlandi til­kynnti þó í síðustu viku að Agal­arov og son­ur hans og viðskipta­fé­lagi, Emin Agal­arov, hafi tekið per­sónu­leg lán í þeim til­gangi að reyna að bjarga fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­inu.

Feðgarn­ir eru sagðir hafa báðir látið sjá sig á vett­vangi í Crocus City eft­ir hryðju­verka­árás­ina í kvöld. 

Trump í tón­list­ar­mynd­bandi Agl­arov

Emin, sem er einnig tón­list­armaður, fékk Trump til þess að koma fram í tón­list­ar­mynd­bandi við lag sitt stuttu eft­ir að for­set­inn fyrr­ver­andi hélt Ung­frú al­heim í Crocus City-tón­leika­höll­inni árið 2013.

Tengsl Trumps við Agal­arov fjöl­skyld­una komust svo í heim­spress­una í kring­um for­seta­kostn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um árið 2016. 

Þá var Emin sagður hafa skipu­lagt það sama ár að tengda­son­ur Trumps, Jared Kus­hner, og kosn­inga­stjóri Trumps, Paul Mana­fort, myndu hitta rúss­neska lög­fræðing­inn Na­tal­íu Veselnít­skaju sem hafði boðið fram skaðleg­ar upp­lýs­ing­ar um mót­fram­bjóðanda Trumps, Hillary Cl­int­on.

Trump hef­ur ekki tjáð sig um hryðju­verk­in í Rússlandi þegar þetta er skrifað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert