Trygging Trumps lækkuð

Donald Trump verður sá fyrsti sem gegnt hefur forsetaembættinu til …
Donald Trump verður sá fyrsti sem gegnt hefur forsetaembættinu til að sæta réttarhöldum í sakamáli. MICHAEL M. SANTIAGO

Donald Trump mun brátt verða sá fyrsti sem gegnt hefur embætti forseta Bandaríkjanna til að sitja réttarhöld sem sakborningur. Hann hefur sagt „ósanngjarnt“ að hann þurfi að sitja á sakamannabekk í aðdraganda forsetakosninganna. 

Réttarhöld í máli gegn honum er varðar mútugreiðslur til klámmyndaleikkonunnar Stormi Daniels, hefjast í apríl. Er Trump sakaður um að hafa mútað Daniels til að þegja yfir meintu ástarsambandi þeirra.

Lögmenn Trumps reyndu að fá réttarhöldunum frestað en dómari hafnaði beiðni þeirra.

Ekki er þó allt fyrrverandi forsetanum í óhag en tryggingargjald í öðru máli sem höfðað var gegn honum vegna fjársvika, var lækkað umtalsvert og fékk hann tíu daga til viðbótar til að verða sér út um fjármunina.

Trump, sem var áður gert að greiða 454 milljónir bandaríkjadala í tryggingargjald, eða rúma 62 milljarða króna, þarf nú einungis að greiða 175 milljónir dala, eða því sem nemur 24 milljörðum króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka