Trygging Trumps lækkuð

Donald Trump verður sá fyrsti sem gegnt hefur forsetaembættinu til …
Donald Trump verður sá fyrsti sem gegnt hefur forsetaembættinu til að sæta réttarhöldum í sakamáli. MICHAEL M. SANTIAGO

Don­ald Trump mun brátt verða sá fyrsti sem gegnt hef­ur embætti for­seta Banda­ríkj­anna til að sitja rétt­ar­höld sem sak­born­ing­ur. Hann hef­ur sagt „ósann­gjarnt“ að hann þurfi að sitja á saka­manna­bekk í aðdrag­anda for­seta­kosn­ing­anna. 

Rétt­ar­höld í máli gegn hon­um er varðar mútu­greiðslur til klám­mynda­leik­kon­unn­ar Stormi Daniels, hefjast í apríl. Er Trump sakaður um að hafa mútað Daniels til að þegja yfir meintu ástar­sam­bandi þeirra.

Lög­menn Trumps reyndu að fá rétt­ar­höld­un­um frestað en dóm­ari hafnaði beiðni þeirra.

Ekki er þó allt fyrr­ver­andi for­set­an­um í óhag en trygg­ing­ar­gjald í öðru máli sem höfðað var gegn hon­um vegna fjár­svika, var lækkað um­tals­vert og fékk hann tíu daga til viðbót­ar til að verða sér út um fjár­mun­ina.

Trump, sem var áður gert að greiða 454 millj­ón­ir banda­ríkja­dala í trygg­ing­ar­gjald, eða rúma 62 millj­arða króna, þarf nú ein­ung­is að greiða 175 millj­ón­ir dala, eða því sem nem­ur 24 millj­örðum króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert