Varaforsetaefni Kennedy-erfingja kynnt

Robert F. Kennedy Jr. kynnir varaforsetaefnið sitt.
Robert F. Kennedy Jr. kynnir varaforsetaefnið sitt. Getty Images via AFP/Justin Sullivan

Banda­ríski for­setafram­bjóðand­inn Robert F. Kenn­e­dy Jr. hef­ur kynnt Nicole Shana­h­an sem vara­for­seta­efni í kom­andi kosn­ing­um. 

Kenn­e­dy Jr., son­ur Robert F. Kenn­e­dy sem var bróðir John F. Kenn­dy, fyrr­ver­andi for­seta Banda­ríkj­anna, hef­ur gefið kost á sér til for­seta í kom­andi kosn­ing­um og held­ur úti sjálf­stæðu fram­boði fjarri flokk­um Demó­krata og Re­públi­kana. 

Shana­h­an er lög­fræðing­ur sem auðgaðist mjög í tækni­geir­an­um í Kís­ildaln­um í Banda­ríkj­un­um.  

Ótt­ast Kenn­e­dy-arf­leiðina

Demó­krat­ar í Banda­ríkj­un­um eru sagðir ótt­ast fram­boð Kenn­e­dy Jr. og að hann muni draga til sín at­kvæði frá for­seta­efni þeirra Joe Biden, nú­ver­andi for­seta.

Telja þeir að fortíðarþrá flokks­manna Demó­krata til Kenn­e­dy-tíma­bils­ins gæti dregið at­kvæði úr þeirra fylk­ingu frá Biden til Kenn­e­dy Jr.  

Eng­inn bak­grunn­ur í stjórn­mál­um

Shana­h­an hef­ur enga reynslu í stjórn­mál­um en hef­ur í gegn­um tíðina stutt flokk Demó­krata með fjár­fram­lög­um. 

Hún auðgaðist mjög þegar hún stofnaði sprota­fyr­ir­tæki sem notaðist við gervi­greind til þess að rýna í einka­leyf­is­bréf. 

Nicole Shanahan, varaforsetaefni Kennedy Jr.
Nicole Shana­h­an, vara­for­seta­efni Kenn­e­dy Jr. Getty Ima­ges via AFP/​Just­in Sulli­v­an

Bólu­setn­ing­ar barna um­tals­efni

Kenn­e­dy Jr. var formaður sam­taka sem börðust gegn bólu­setn­ing­um barna í kring­um tíma­bilið sem kennt er við heims­far­ald­ur. 

Shana­h­an hef­ur lýst því yfir að hún sé ekki and­snú­in bólu­setn­ing­um en að aukn­ing í auka­verk­un­um sök­um bólu­setn­inga sé áhyggju­efni. 

Hún sagði í viðtali við The New York Times í fe­brú­ar á þessu ári að áhyggj­ur Kenn­e­dy Jr. um vel­ferð barna hafi hvatt hana til þess að styðja við fram­boð hans. 

Shana­h­an komst í slúður­blöðin þegar sög­ur fóru á kreik um að hún hefði haldið við Elon Musk, eig­anda Teslu og X, þegar hún var gift Ser­gey Brin stofn­anda Google.

Hún hef­ur þver­tekið fyr­ir sögu­sagn­irn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka