Skjalasafn hins óútskýrða

Í safninu er einkum að finna bækur og tímarit en …
Í safninu er einkum að finna bækur og tímarit en einnig frumgögn, svo sem frásagnir fólks sem telur sig hafa orðið fyrir yfirskilvitlegri reynslu og myndir af draugum. AFP/Jonathan Nackstrand

Blaðaúrklippur, bækur og frásagnir fólks sem segist hafa heimsótt aðra hnetti, svo sem Júpíter og tunglið, eru varðveittar í gríðarstóru sænsku skjalasafni um dularfull fyrirbæri og þangað koma forvitnir og fræðimenn víðs vegar að úr heiminum til að kynna sér gögnin.

Umsjónarmenn Skjalasafns hins óútskýrða, AFU, í sænska bænum Norrköping, segja það vera stærsta bókasafn í heimi um yfirskilvitlega atburði en þar er að finna 4,2 hillukílómetra af gögnum sem geymd eru í stórum kjallara

Þeir Clas Svahn, 65 ára, og Anders Liljegren, 73 ára, sem stýra safninu, segjast þó í samtali við blaðamann AFP-fréttastofunnar hvorki vera hjátrúarfullir né trúi þeir á slíka atburði heldur séu þeir frekar „forvitnir rannsakendur hins óþekkta“.

Clas Svahn, 65 ára, og Anders Liljegren, 73 ára, stýra …
Clas Svahn, 65 ára, og Anders Liljegren, 73 ára, stýra safninu. AFP/Jonathan Nackstrand

AFU er nafn á bæði skjalasafninu og samtökunum sem hafa safnað þessum gögnum í yfir hálfa öld. Í safninu er einkum að finna bækur og tímarit en einnig frumgögn, svo sem frásagnir fólks sem telur sig hafa orðið fyrir yfirskilvitlegri reynslu og myndir af draugum.

„Við erum að byggja upp upplýsingabanka. Við reynum að komast yfir allar upplýsingar um óleystar vísindalegar gátur af öllu tagi og koma þeim á framfæri,“ segir Svahn.

Á safninu má finna 4,2 hillukílómetra af gögnum sem geymd …
Á safninu má finna 4,2 hillukílómetra af gögnum sem geymd eru í stórum kjallara. AFP/Jonathan Nackstrand

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert