Hitamet slegið í Austurríki

Myndin er tekin í Vín í gær.
Myndin er tekin í Vín í gær. AFP/Georg Hochmuth

Hitamet var slegið í Austurríki í gær er 30 stiga hiti mældist. Að sögn austurrísku veðurstofunnar hefur aldrei mælst jafn mikill hiti svo snemma árs. 

30 gráður mældust í borginni Bruck an der Mur í suðausturhluta landsins, að því er fram kom í tilkynningu veðurstofunnar. 

Þá segir að um sé að ræða fyrsta „hitadag“ ársins. Hitastig slíks dags er miðaður við 30 stig. 

Síðasta met var sett 17. apríl árið 1934 í Salzburg. 

Annars staðar í Evrópu hefur einnig verið mjög heitt miðað við árstíma. Á Krít var 31 stig fyrr í vikunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert