Svissneska ríkið sakfellt í loftslagsmáli

Fulltrúar og lögmenn málanna þriggja sem dómstóllinn tók fyrir vegna …
Fulltrúar og lögmenn málanna þriggja sem dómstóllinn tók fyrir vegna loftslagsvandans í Mannréttindadómstóli Evrópu í morgun. AFP/Frederick Florin

Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, hefur úrskurðað að Sviss hafi ekki gert nægilega mikið til að stemma stigu við loftslagsbreytingum.

Þetta er fyrsti dómurinn af þessum toga sem dómstóllinn fellir gegn heilli þjóð.

Samtök eldri kvenna í Sviss sem höfðu áhyggjur af afleiðingum hlýnunar jarðar höfðuðu mál og sögðu svissnesk stjórnvöld ekki gera nægilega mikið til að stemma stigu við loftslagsbreytingum.

Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg, önnur frá vinstri, fyrir utan Mannréttindadómstól …
Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg, önnur frá vinstri, fyrir utan Mannréttindadómstól Evrópu. AFP/Frederick Florin

Fram kemur í dóminum að svissneska ríkið hafi brotið gegn áttundu grein mannréttindasáttmála Evrópu þar sem tryggður er „réttur til að virða einka- og fjölskyldulíf”.

Dómstólinn vísaði aftur á móti frá tveimur öðrum málum sem snerust um stefnu ríkisstjórna þegar kemur að loftslagsvandanum.

Annað þeirra var mál sex Portúgala, 12 til 24 ára, gegn 32 ríkjum um að þau hefðu ekki gripið til nægilegra ráðstafana gegn vandanum.

Í hinu málinu hafnaði dómstóllinn kröfu fyrrverandi bæjarstjóra í Frakklandi um að aðgerðaleysi franska ríkisins gæti haft í för með sér að bærinn hans lenti undir sjó.

Fram kom í dóminum að maðurinn væri ekki fórnarlamb í málinu vegna þess að hann væri fluttur til Brussel, höfuðborgar Belgíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert