Úkraína og Lettland gera tvíhliða öryggissamning

Selenskí er staddur í Litháen.
Selenskí er staddur í Litháen. AFP/Petreas Malukas

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur skrifað undir tvíhliða öryggissamning við lettneska starfsbróður sinn, Ed­gars Rin­kevics.

Hann greinir frá samningnum á miðlinum X.

Samningurinn var undirritaður í Litháen þar sem Selenskí fundaði ásamt fleiri leiðtogum um áframhaldandi stuðning við Úkraínu í stríðinu gegn Rússum.

Stuðningurinn nemur 0,25% af landsframleiðslu

Í tísti forsetans segir að samningurinn feli í sér að árlegur hernaðarstuðningur Lettlands við Úkraínu nemi 0,25% af vergri landsframleiðslu.

Þá skuldbindi Lettar sig til tíu ára til að aðstoða Úkraínu við netvarnir, eyðingu jarðsprengja og tækni á bak við ómönnuð för til beitingar í hernaði.

„[A]uk stuðnings við aðild Úkraínu að Evrópusambandinu og NATO,“ bætir forsetinn við. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka