Telur árásina draga Bandaríkin inn í átökin

Cornicus telur að viðbrögð Ísraels muni ráðast af skaðanum sem …
Cornicus telur að viðbrögð Ísraels muni ráðast af skaðanum sem landið hlýtur í kjölfar árásarinnar. Mynd úr safni. AFP

Fyrrum talsmaður ísraelska hersins, Jonathan Conricus, segir loftárás á Ísrael vera þá fyrstu sem Íran stendur að frá eigin grundu. 

„Þetta er fyrsti dagurinn í hinum nýju Mið-Austurlöndum - Íran er í fyrsta sinn að ráðast á Ísrael frá eigin grundu,“ sagði Conricus í viðtali við BBC.

Mun draga aðra inn í stríðið

Fregnir herma að Íran hafi sent frá sér liðlega 100 dróna í átt að Ísrael. Spurður hvort að hann telji að Ísrael hafi séð árásina fyrir sagði hann:

„Að mínu mati er Ísraelsríki ágætt í að sjá fyrir gang mála, en það vill oft bregðast þegar kemur að herkænsku. Ég bjóst ekki við þessu, að Íran myndi skjóta frá eigin grundu. Þetta mun draga önnur lönd inn í stríðið, þar á meðal Bandaríkin.“

Hann telur að Ísrael sé með möguleg skotmörk í Íran, sem væru líklegast að veita hryðjuverkasamtökum á borð við Hezbollah vopn.

Hann telur að lokum að viðbrögð Ísraels muni ráðast af skaðanum sem landið hlýtur í kjölfar árásarinnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert