Norskur lögreglumaður dæmdur

Úr upptöku öryggismyndavélar bensínstöðvarinnar í Kongsberg aðfaranótt 30. október 2022. …
Úr upptöku öryggismyndavélar bensínstöðvarinnar í Kongsberg aðfaranótt 30. október 2022. Lögregluþjónn hefur nú hlotið 120 daga óskilorðsbundinn dóm fyrir meiri háttar líkamsárás og brot í opinberu starfi. Mynd/Úr öryggismyndavél

Lög­regluþjónn í Kongs­berg í Nor­egi hlaut á þriðju­dag­inn 120 daga óskil­orðsbund­inn fang­els­is­dóm fyr­ir meiri hátt­ar lík­ams­árás á plani bens­ín­stöðvar þar í bæn­um í októ­ber­lok 2022.

Kom þá til harka­legra orðaskipta milli lög­regluþjóna og hóps manna sem lyktaði með því að lög­reglu­menn veitt­ust harka­lega að Kevin Si­men­sen, 26 ára göml­um manni í hópn­um, og börðu hann með kylf­um og hnú­um. Lög­regl­an í Kongs­berg greindi svo morg­un­vakt staðarblaðsins þar í bæn­um frá því að tveir menn hefðu verið kærðir þá um nótt­ina fyr­ir að veit­ast að lög­regluþjón­um en síðar kom upp­taka ör­ygg­is­mynda­vél­ar á bens­ín­stöðinni fram og sner­ust vopn­in þá í hönd­um lög­regl­unn­ar á staðnum.

Eft­ir að fyrst Dag­bla­det og í kjöl­farið aðrir stærstu fjöl­miðlar Nor­egs birtu upp­tök­una og fjölluðu um málið var lög­reglu­mann­in­um sem hafði sig mest í frammi vikið taf­ar­laust frá störf­um og gaf rann­sókn­ar­deild í innri mál­efn­um lög­reglu, Spesia­len­heten for politisa­ker, út ákæru á hend­ur hon­um fyr­ir að hafa farið offari í starfi og farið langt út fyr­ir starfs­svið sitt með því of­beldi sem hann beitti Si­men­sen.

Lög­manna­fé­lagið með bögg­um hild­ar

Ann­ar lög­regluþjónn á vett­vangi tók síma af fé­laga Si­men­sens og eyddi upp­töku af átök­un­um. Sætti sá einnig ákæru og hlaut sekt fyr­ir sína hátt­semi en ekki var kraf­ist fang­els­is­refs­ing­ar yfir hon­um.

Komst Héraðsdóm­ur Buskerud að þeirri niður­stöðu 7. júlí í fyrra að lög­regluþjónn­inn hefði ekki farið út fyr­ir starfs­svið sitt, öll hans vald­beit­ing hefði verið í sam­ræmi við lög og regl­ur auk þess sem héraðsdóm­ur vísaði bóta­kröf­um fórn­ar­lambs­ins frá dómi.

Benedicte Bjørnland ríkislögreglustjóra undraði ekki á sínum tíma að álit …
Benedicte Bjørn­land rík­is­lög­reglu­stjóra undraði ekki á sín­um tíma að álit lög­reglu hafi beðið hnekki eft­ir at­b­urðinn í Kongs­berg. Ljós­mynd/​Norska lög­regl­an

Vakti dóm­ur­inn mik­inn úlfaþyt hjá Lög­manna­fé­lagi Nor­egs eft­ir upp­kvaðningu og lét Marius Dietrich­son, tals- og for­svarsmaður verj­enda­hóps fé­lags­ins, þau orð falla í viðtali við mál­gagnið Advo­kat­bla­det í fyrra­sum­ar að sýknu­dóm­ur í héraði vekti áleitn­ar spurn­ing­ar tengd­ar meg­in­regl­unni um rétt­ar­ríkið.

Sam­hæf­ing ætti ekki að eiga sér stað

Taldi Dietrich­son að ekki væri það ein­vörðungu vald­beit­ing lög­reglu­manns­ins, sem nú hef­ur hlotið dóm, sem vekti spurn­ing­ar held­ur einnig til­raun­ir annarra lög­reglu­manna á vett­vangi til að hylma yfir með sam­starfs­manni sín­um og eyða gögn­um um at­b­urðarás­ina sem síðar kom svo skýrt fram á upp­töku ör­ygg­is­mynda­vél­ar bens­ín­stöðvar­inn­ar.

Und­ir­strikaði Dietrich­son sér­stak­lega að full nauðsyn væri á að tryggt væri með kerf­is­bundn­um hætti að lög­regl­an greindi frá og gripi inn í þegar hún sæi að sam­starfs­fólk bryti af sér í starfi. „Það sem þarna gerðist á ekki að geta gerst. Sam­hæf­ing framb­urða og skýrslu­skrifa lög­reglu­manna á ekki að eiga sér stað. Skýrsl­ur skal hver skrifa fyr­ir sig og þær eiga að vera rétt­ar,“ sagði Dietrich­son.

Áverkar Kevins Simensens eftir handtöku sem leiddist út í stórátök …
Áverk­ar Kevins Si­men­sens eft­ir hand­töku sem leidd­ist út í stór­átök í októ­ber­lok 2022. Ljós­mynd­ir/Ú​r einka­safni

Svo sem glöggt má sjá á upp­tök­unni reyndu fjór­ir lög­regluþjón­ar að hand­taka Si­men­sen á plani bens­ín­stöðvar­inn­ar aðfaranótt 31. októ­ber 2022. Sýn­ir upp­tak­an glöggt þegar Si­men­sen er sleg­inn þrett­án sinn­um með lög­reglukylfu á fjór­tán sek­únd­um auk þess sem hann er bar­inn fjölda hnefa­högga og varnarúða dælt yfir hann.

Það var Lög­manns­rétt­ur Borg­arþings sem kvað upp dóm­inn á þriðju­dag og dæmdi lög­reglu­mann­inn til 120 daga óskil­orðsbund­ins fang­els­is, tvö­falt þyngri refs­ing­ar en Ma­rit Oli­ver Stor­eng sak­sókn­ari hafði farið fram á. Klofnaði dóm­ur­inn í af­stöðu sinni og vildu tveir dóm­ar­ar af sjö sýkna ákærða en fimm dóm­ar­ar töldu hann sek­an um meiri hátt­ar lík­ams­árás og brot í op­in­beru starfi.

Var hon­um einnig gert að greiða Si­men­sen og fé­laga hans, sem sím­inn var tek­inn af, bæt­ur fyr­ir gjörðir sín­ar, sam­tals jafn­v­irði rúm­lega 600.000 ís­lenskra króna.

Fjórir lögregluþjónar komu að handtöku Simsens þegar átökin stóðu sem …
Fjór­ir lög­regluþjón­ar komu að hand­töku Sim­sens þegar átök­in stóðu sem hæst. Lög­manns­rétt­ur Borg­arþings tel­ur einn þeirra hafa farið langt út fyr­ir starfs­svið sitt við hand­tök­una og hlaut sá 120 daga fang­els­is­dóm í vik­unni. Skjá­skot/Ú​r ör­ygg­is­mynda­vél

Heidi Reis­vang, verj­andi ákærða, seg­ir norska rík­is­út­varp­inu NRK að skjól­stæðing­ur henn­ar sé mjög von­svik­inn og ótt­ist að dóm­ur­inn muni setja for­dæmi sem geri lög­reglu erfiðara fyr­ir að rækja störf sín. Hafa þau skjól­stæðing­ur­inn þegar ákveðið að áfrýja mál­inu til Hæsta­rétt­ar.

Unn Alma Skat­vold, formaður Lands­sam­bands lög­reglu­manna í Nor­egi, Politiets Fell­es­for­bund, seg­ir að stand­ist dóm­ur­inn fyr­ir Hæsta­rétti verði mik­ill­ar umræðu þörf um hvernig lög­regl­an þori að ganga til sinna starfa.

Olav Rønn­e­berg, álits­gjafi NRK um af­brota­mál, tel­ur all­ar lík­ur á að Hæstirétt­ur Nor­egs taki málið fyr­ir þar sem mál af sama tagi hafi aldrei farið alla leið upp áfrýj­un­ar­kerfi norskra dóm­stóla.

NRK

Dag­bla­det 

VG

TV2

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka