Vísa mótmælanemendum úr skólanum

Mótmælendur veifa palestínskum fánum á skólalóðinni.
Mótmælendur veifa palestínskum fánum á skólalóðinni. AFP/Timothy A. Clary

Col­umb­ia-há­skóli í New York hef­ur hafið brott­vís­an­ir á nem­end­um sem mót­mæla nú á skóla­lóðinni.

Stjórn­end­ur skól­ans kröfðust þess að nem­end­urn­ir myndu yf­ir­gefa tjald­búðirn­ar sem þeir hafa reist á skóla­lóðinni fyr­ir klukk­an 14 í dag að staðar­tíma, eða kl. 18 að ís­lensk­um tíma, en ell­egar yrði gripið til refs­ing­ar gegn.

Mót­mæl­end­ur ætla ekki að færa sig þrátt fyr­ir brott­vís­an­ir

Stúd­ent­arn­ir hafa tjaldað á skóla­lóðinni und­an­farn­ir tvær vik­ur til að mót­mæla ástand­inu á Gasa­svæðinu. Kennslu­stund­um hef­ur verið af­lýst og mót­mæl­end­ur verið hand­tekn­ir.

Mót­mæl­in hafa breiðst frá Col­umb­ia-skól­an­um út til annarra há­skóla vítt og breitt um Banda­rík­in, þar á meðal til há­skóla á borð við Yale og MIT.

Tjald­búðir við Columbia- há­skól­ann.
Tjald­búðir við Col­umb­ia- há­skól­ann. AFP/​Alex Kent

For­svars­menn mót­mæl­anna sögðu í gær að hót­an­ir há­skól­ans um brott­vís­an­ir væru ekk­ert mál sam­an­borið við and­lát 34.000 Palestínu­manna, en það er sú tala sem heil­brigðis­yf­ir­völd á Gasa­svæðinu, sem er á valdi Ham­as-sam­tak­anna, segja að hafi fallið í átök­un­um til þessa. 

„Við mun­um ekki færa okk­ur fyrr en Col­umb­ia upp­fyll­ir kröf­ur okk­ar eða við verðum flutt í burt með valdi,“ sagði einn nem­andi í sam­tali við AFP-frétta­stof­una. 

Mótmælandi krotar yfir agaviðvörun frá háskólanum þar sem hann lýsir …
Mót­mæl­andi krot­ar yfir agaviðvör­un frá há­skól­an­um þar sem hann lýs­ir yfir stuðningi við Palestínu. AFP/​Alex Kent

Ben Chang, yf­ir­maður á sam­skipta­sviði há­skól­ans, sagði stuttu eft­ir klukk­an tvö að staðar­tíma að brott­vís­an­ir á nem­end­um væru hafn­ar. Þetta væri hluti af aðgerðum skóla­yf­ir­valda til að tryggja ör­yggi á há­skóla­svæðinu.

Hann sagði að nem­end­ur hefðu verið varaðir við því að þeim yrði vísað úr skóla, bannað að klára önn­ina og neitaður aðgang­ur að öll­um rým­um há­skól­ans ef þeir myndu ekki yf­ir­gefa svæðið. 

Stúd­enta­mót­mæli gegn Gasa-stríðinu hafa reynst há­skóla­stjórn­end­um víða um Banda­rík­in flók­in áskor­un. Erfitt hef­ur reynst að ná jafn­vægi milli mál­frels­is nem­enda og kvart­ana um að mót­mæl­in séu birt­inga­mynd gyðinga­hat­urs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka