Auknar vonir um að vopnahlésviðræðurnar beri ávöxt

Aðstandendur gíslanna kölluðu í gær eftir aðstoð Bandaríkjanna við að …
Aðstandendur gíslanna kölluðu í gær eftir aðstoð Bandaríkjanna við að fá ættingja sína heim. AFP/Jack Guez

Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði í gær að hann væri vongóður um að Hamas-samtökin myndu ganga að nýjustu tillögunum sem lagðar hafa verið fram í viðræðum samtakanna og Ísraelsmanna.

Þær snúast um að gert verði hlé á átökunum í 40 daga og að gíslar Hamas-samtakanna verði látnir lausir í skiptum fyrir palestínska fanga, sem sitja inni í ísraelskum fangelsum.

Viðræður síðustu daga hafa farið fram í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, en sendinefnd Hamas-samtakanna hélt heim til Gasasvæðisins í gær, og sagði heimildarmaður innan samtakanna við AFP-fréttastofuna í gærkvöldi að sendinefndin myndi ræða þar tillögurnar við forystu samtakanna. Þá væri vilji til þess að svara þeim sem allra fyrst skriflega.

Cameron lávarður sagði í gær að tillögurnar fælu í sér að allir þeir gíslar sem enn eru í haldi Hamas-liða yrðu látnir lausir gegn því að þúsundum palestínskra fanga yrði sleppt. Þá væri ekki loku fyrir það skotið að vopnahléið yrði varanlegt.

Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs hafa nú staðið yfir í næstum sjö mánuði, en mikil mótmælaalda hefur skekið háskóla í Bandaríkjunum og Evrópu síðustu daga.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert