Ráðast inn í Rafah óháð vopnahléi

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, seg­ir að ráðist verði inn í Rafah á Gasa óháð því hvort sam­komu­lag ná­ist um vopna­hlé og lausn gísla eða ekki.

Frá þessu greindi ísra­elski for­sæt­is­ráðherr­ann í dag.

Þurrka út all­ar Ham­as-her­fylk­ing­ar

„Hug­mynd­in um að við stöðvum stríðið áður en við höf­um náð öll­um mark­miðum þess er út í hött. Við mun­um fara inn í Rafah og þurrka út all­ar Ham­as-her­fylk­ing­ar þar, með eða án samn­ings, til að ná al­gjör­um sigri,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá Net­anja­hú.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Net­anja­hú hót­ar sókn í Rafah, sem er á landa­mær­um Egypta­lands og er eini staður­inn á Gasa sem Ísra­els­menn hafa ekki farið inn í.

Yfir millj­ón manna hef­ur leitað skjóls í Rafah á meðan sókn Ísra­els­hers hef­ur eyðilagt stór­an hluta Gasa­svæðis­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert