Danir breyta lögum um þungunarrof

Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur. AFP/Ida Marie Odgaard

Ríkisstjórn Danmerkur ásamt fjórum stjórnarandstöðuflokkum hefur náð fram breytingum á lögum um þungunarrof. Breytingin felur í sér að nú er hægt að fara í þungunarrof fram að lokum 18. viku meðgöngu, en áður var aðeins hægt að fara fram að lokum 12. viku meðgöngu.

Þetta kemur fram í umfjöllun danska ríkisútvarpsins

Þar segir, að breytingarnar feli einnig í sér að komið verði á sérstakri þungunarrofsnefnd sem nái yfir allt landið en áður voru starfandi fimm svæðisnefndir, sem tóku ákvarðanir ef barnshafandi óskaði eftir því að fara í þungunarrof eftir 12. viku meðgöngu.

Það er hlutverk nefndarinnar að taka ákvörðun óski barnshafandi kona að fara í þungunarrof eftir 18. viku meðgöngu.

Þá geta einnig unglingar á aldrinum 15-17 ára farið í þungunarrof án leyfis eða samþykkis foreldra eða forráðamanna.

Fram að þessu voru lög um þungunarrof í Danmörku hve ströngust í Evrópu, en þetta eru mestu breytingar á lögunum sem hafa verið gerðar í Danmörku í 50 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert