Lokuðu inngangi að Trinity-háskólanum

Myndin er tekin fyrir utan útlendingastofnun í Dublin í vikunni.
Myndin er tekin fyrir utan útlendingastofnun í Dublin í vikunni. AFP/Paul Faith

Nemendur Trinity-háskólans í Dublin á Írlandi lokuðu aðalinngangi að háskólasvæðinu í dag til þess að mótmæla stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa. 

Álíka stúdentamótmæli hafa verið fyrirferðarmikil Vestanhafs og víðar um heim. 

Mótmælin í Dublin hófust í gær þegar að tugir nemenda tjölduðu á einu aðaltorgi háskólans. 

Þá stöfluðu mótmælendur upp bekkjum fyrir framan bókasafn skólans. 

Laszlo Molnarfi, formaður stúdentaráðs, sagði í viðtali við írska miðilinn RTE að nemendur krefðust þess að öll tengsl háskólans við Ísrael yrðu slitin. 

32 milljóna króna sekt 

Starfsmenn í öryggisgæslu lokuðu öllum hliðum að háskólasvæðinu en þau eru venjulega opin almenningi. Í yfirlýsingu háskólans sagði að það hefði verið gert til að tryggja öryggi. 

Þá sagði að tjaldbúðirnar væru „ósamþykktar“.

Háskólinn sagðist styðja við rétt nemenda til þess að mótmæla, ,„en að mótmælin þyrftu að fara eftir reglum háskólans“.

Í vikunni sektaði háskólinn stúdentaráðið um 214 þúsund evrur, eða um 32 milljónir króna, fyrir mótmæli fyrr á árinu þar sem að háskólinn tapaði ferðmannatekjum vegna þeirra. Mótmælin voru meðal annars vegna námsgjalda, húsaleigu og stríðsins á Gasa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert