Unglingur handtekinn eftir árás á þingmann

Matthias Ecke er 41 árs gamall þingmaður á Evrópuþinginu.
Matthias Ecke er 41 árs gamall þingmaður á Evrópuþinginu. AFP/Jens Schlueter

17 ára unglingur hefur gefið sig fram við þýsku lögregluna eftir árás á þingmann Evrópuráðsins. 

Í tilkynningu frá lögreglu sagði að unglingurinn hefði gefið sig fram við lögreglu í borginni Dresden í morgun.

Fjórir réðust á þingmanninn Matthias Ecke á föstudagskvöld. Hann særðist alvarlega í árásinni. 

Ecke er sósíaldemókrati í flokki Olaf Scholz Þýskalandskanslara (SPD).

Scholz sagði í gær að árásin væri árás á lýðræði landsins. 

„Við megum aldrei samþykkja slíkt ofbeldi,“ sagði Scholz.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert