Æfingar vegna kjarnorkuvopna nálægt Úkraínu

Vladimír Pútín.
Vladimír Pútín. AFP/Valery Sharifulin

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað rússneska hernum að halda æfingar vegna notkunar kjarnorkuvopna með sjóhernum og hermönnum á jörðu niðri sem eru með bækistöðvar skammt frá úkraínsku landamærunum.

Rússneska varnarmálaráðuneytið greindi frá þessu.

Pútín hefur reglulega minnst á kjarnorkuvopn síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Í ávarpi sínu til þjóðarinnar í febrúar síðastliðnum varaði hann við því að „raunveruleg” hætta væri á kjarnorkustríði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert