Ísraelar hefja ákafar loftárásir á Rafah

Að sögn fréttaritara AFP hafa loftárásirnar verið viðstöðulausar síðan þær …
Að sögn fréttaritara AFP hafa loftárásirnar verið viðstöðulausar síðan þær hófust. AFP

Ísraelsher hefur hafið ákafar loftárásir á austurhluta Rafah-borgar í suðurhluta Gasa, samkvæmt fréttaritara AFP.

Sagði fréttaritarinn, laust fyrir klukkan 19 að íslenskum tíma, að árásirnar hefðu verið viðstöðulausar síðasta hálftímann.

Ísraelsk stjórnvöld biðluðu til íbúa að rýma austurhluta borgarinnar fyrr í dag vegna fyrirhugaðrar árásar en um 1,2 milljónir Palestínumanna hafa leitað skjóls í borginni.

Viðræður um vopnahlé eru á viðkvæmu stigi eins og er en leiðtogar Hamas hafa samþykkt vopnahléstillögu sáttarsemjara frá Katar og Egyptalandi. Brutust í kjölfarið út mikil fagnaðarlæti meðal Palestínumanna. Var það skömmu áður en árásirnar hófust.

Ísrael hafnaði fyrri vopnahléstillögu sáttarsemjaranna í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert