Tugir útskriftarnemenda gengu út af útskriftarathöfn Duke-háskólans í Bandaríkjunum í dag þegar grínistinn Jerry Seinfeld, sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi sínum við Ísrael vegna stríðs þeirra á Gasa, hélt ávarp fyrir nemendurna.
Seinfeld hélt ræðu er hann hlaut heiðursdoktorsnafnbót við skólann. Nokkur fjöldi útskriftarnema yfirgaf leikvanginn, þar sem athöfnin var haldin, í upphafi ræðu grínistans.
Nemendur báru með sér palestínskan fána er þeir gengu frá útskriftarathöfn sinni, en áætlað var að 6.900 nemendur myndu útskrifast í dag frá skólanum.
Á síðustu vikum hafa fleiri en 2.000 manns verið handtekin í mótmælum gegn innrás Ísraels í Palestínu, við háskóla í Bandaríkjunum.
student walkout at Duke university commencement as Jerry Seinfeld’s speech is announced. his introduction by university president is being drowned out by “free free Palestine” chants ❤️🔥🇵🇸 pic.twitter.com/oNLesaput3
— the great clown snorman (@iamschvitzing) May 12, 2024