Fyrsta heimsókn nýs Danakonungs

Friðrik Danakonungur og María drottning komu í morgun í sögulega …
Friðrik Danakonungur og María drottning komu í morgun í sögulega fyrstu heimsókn sína sem konungshjón til Noregs. AFP/Erik Flaaris Johansen

Friðrik Danakonungur og María drottning eru komin til Noregs í sína fyrstu opinberu heimsókn þangað sem konungshjón sem hófst í morgun og voru viðtökurnar ekki af verri endanum þar sem norsku konungshjónin og krónprinshjónin tóku á móti danska kóngafólkinu.

Komu gestirnir með embættisskipi sínu Dannebrog sem vakti verðskuldaða athygli þar sem það sigldi inn Óslóarfjörðinn í morgun.

Rétt fyrir klukkan 10.30 að norskum tíma óku Hákon krónprins og Mette-Marit krónprinsessa frá konungshöllinni í „brúðkaupsbílnum“ svokallaða sem ber númerið A-5 og er Lincoln Continental, árgerð 1966.

Móttökur á Heiðursbryggjunni

Rétt á eftir birtust Haraldur konungur og Sonja drottning á flaggskipi konungsfjölskyldunnar, A-1, sem er sannkallað sófasett á hjólum, Buick Roadmaster, árgerð 1939, upphaflega gjöf til Ólafs krónprins og Mörtu krónprinsessu frá General Motors á ferðalagi þeirra um Bandaríkin árið 1939.

Danirnir fengu góðar móttökur í sól og blíðu í Ósló …
Danirnir fengu góðar móttökur í sól og blíðu í Ósló og ekki voru fararskjótarnir af verri endanum, gestirnir voru sóttir á Buick Roadmaster 1939 og Lincoln Continental 1966. AFP/Håkon Mosvold Larsen

Óku bifreiðarnar niður fánum prýdda Karls Jóhannsgötu þar sem norskum þjóðfánum var flaggað öðrum megin götunnar en hinum megin blöktu þeir dönsku í vorgolunni.

Á Heiðursbryggjunni, Honnørbryggen, var margmenni saman komið, meðal annars skólabörn sem báru norsk og dönsk flögg.

Heimsókn Dananna stendur í tvo daga og kvaðst Haraldur konungur hlakka til að fá gesti sína þegar hann hélt ávarp í gær við árlega opnun konungsskipsins Norge fyrir sumarið.

„Við hlökkum til. Það verður ánægjulegt að fá heimsókn dönsku fjölskyldunnar,“ sagði Haraldur konungur.

Þjóðhöfðingjar skandinavísku nágrannalandanna heilsast með virktum á bryggjunni, margt breytt …
Þjóðhöfðingjar skandinavísku nágrannalandanna heilsast með virktum á bryggjunni, margt breytt síðan Danir stjórnuðu Noregi með harðri hendi árabilið 1537 til 1814. AFP/Lise Åserud

NRK

VG

TV2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka