Þrír fangaverðir drepnir og fangi leystur úr haldi

Franskir lögreglumenn að störfum. Mynd úr safni.
Franskir lögreglumenn að störfum. Mynd úr safni. AFP

Þrír franskir fangaverðir voru drepnir og tveir aðrir særðir, þegar árás var gerð á fangaflutningavagn í Eure-héraði í Frakklandi í morgun.

Þetta herma heimildir AFP-fréttaveitunnar innan frönsku lögreglunnar.

Árásin var gerð við vegtollahlið í Incarville í Norður-Frakklandi.

Verið var að flytja fanga á milli Rúðuborgar og Evreux í Normandí. Hann slapp úr haldi og er nú leitað, auk þeirra sem stóðu að árásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert