Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, er í lífshættu eftir að hafa verið skotinn margsinnis að loknum ríkisstjórnarfundi eftir hádegi í dag.
Frá þessu greinir skrifstofa forsætisráðherrans í tilkynningu rétt í þessu.
Er hann sagður hafa verið skotinn margsinnis og að verið sé að flytja hann með þyrlu til borgarinnar Banská Bystrica, nærri borginni Handlová þar sem honum var sýnt banatilræðið.
Af því má ráða að hætt hafi verið við að flytja hann alla leið til höfuðborgarinnar Bratislava, til aðhlynningar þar.
‼️ Robert #Fico was taken to hospital in Banská Bystrica after an assassination attempt pic.twitter.com/4XzmbU8wAJ
— NEXTA (@nexta_tv) May 15, 2024
‼️ The first seconds after the assassination attempt on Slovak Prime Minister Robet Fico
— NEXTA (@nexta_tv) May 15, 2024
The footage shows a close-up view of the shooter's face. Blood can be seen on his 71-year-old man's shirt.
The assassination attempt took place after a government meeting in the town of… pic.twitter.com/5bBHlEvb54