Leita þyrlunnar: Forsetinn og utanríkisráðherra um borð

Ebrahim Raisi forseti Íran er sagður hafa verið um borð …
Ebrahim Raisi forseti Íran er sagður hafa verið um borð ásamt utanríkisráðherra landsins, Hossein Amirabdollahian. AFP

Íranski forsetinn Ebrahim Raisi og utanríkisráðherra landsins, Hossein Amirabdollahian, voru um borð í þyrlu forsetans sem er sögð hafa lent í slysi. 

BBC greinir frá því að þyrlan hafi lent harkalega eftir að hún komst í hann krappan vegna þoku í háloftunum. Ekki hafa allir miðlar greint frá sömu upplýsingum til þessa og var lengi óljóst hvort forsetinn sjálfur hefði verið um borð. 

Skjáskot úr myndskeiði sem íranska ríkisútvarpið birti og er sagt …
Skjáskot úr myndskeiði sem íranska ríkisútvarpið birti og er sagt sýna björgunaraðila á leið á vettvang. AFP

Leit gengið erfiðlega

At­vikið átti sér stað í norðaust­ur­hluta lands­ins og eru björg­un­araðgerðir í gangi en þyrlan var  ein af þrem­ur þyrl­um for­set­ans sem voru á leið frá Aser­baísj­an til borgarinnar Tabriz í Íran.

Innanríkisráðherra Íran, Ahmad Vahidi, segir viðbragðsaðila nú leggja kapp á að reyna að komast að þyrlunni en leitin hefur reynst þeim erfið sökum veðurfars.

Forsetinn er 63 ára að aldri og hlaut kjör til embættis forseta árið 2021 og er almennt álitinn harðlínuklerkur sem sé líklegur arftaki æðsta leiðtoga landsins, Ayatollah Khamenei, sem hefur verið við völd síðan árið 1989.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert