Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn vill handtaka Netanjahú

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Alþjóðlegi saka­mála­dóm­stóll­inn (ICC) hef­ur farið fram á hand­töku­skip­an­ir á hend­ur Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, Yoav Gall­ant, varn­ar­málaráðherra Ísra­els, og Ya­hya Sinw­ar, leiðtoga Ham­as á Gasa.

CNN grein­ir frá því að kraf­an sé lögð fram á grund­velli stríðsglæpa og glæpa gegn mann­kyn­inu vegna hryðju­verk­anna 7. októ­ber og stríðsins sem hef­ur geisað á Gasa eft­ir það. 

Hátt­sett­ir leiðtog­ar Ham­as

Karim Khan, sak­sókn­ari við dóm­stól­inn, óskaði þess að hand­töku­skip­an­ir yrðu gefn­ar út og munu dóm­ar­ar dóm­stóls­ins úr­sk­urða um þær.

Einnig er farið fram á hand­töku­skip­un á hend­ur hátt­settra leiðtoga inn­an Ham­as. Þeir eru ákærðir fyr­ir „út­rým­ingu, morð, gíslatöku, nauðgun og kyn­ferðisof­beldi“.

Þetta er í fyrsta sinn sem ICC fer fram á hand­töku­skip­un á hend­ur leiðtoga sem er svo ná­inn bandamaður Banda­ríkja­manna, eins og Net­anja­hú er. 

Ísra­elski for­sæt­is­ráðherr­ann er þar lík­lega kom­inn í hóp manna á borð við Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta, en ICC gaf út hand­töku­skip­un á hend­ur hon­um eft­ir inn­rás­ina í Úkraínu. 

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert