Assange fær að áfrýja framsalinu

Stella eiginkona stofnenda Wikileaks, Julian Assange, ávarpaði stuðningsmenn Assange fyrir …
Stella eiginkona stofnenda Wikileaks, Julian Assange, ávarpaði stuðningsmenn Assange fyrir utan dómshúsið í dag. AFP/Benjamin Cremel

Julian Assange, stofnendi Wikileaks, fær að áfrýja til Hæstaréttar Bretlands úrskurði um að framselja hann til Bandaríkjanna.

Bresku dómararnir báðu yfirvöld í Bandaríkjunum um að færa mál fyrir því að réttindi Assange verði tryggð yrði af framsalinu. Þá var einkum litið til þess að tjáningarfrelsi Assange yrði tryggt sem og að dauðarefsingunni yrði ekki beitt gegn honum.  

Segir stjórnskrána ekki eiga við um Assange

Farið var yfir mál Bandaríkjanna í réttarhöldum dagsins í dag þar sem að áfrýjun Assange var staðfest. 

Lögmaður Assange, Edward Fitzgerald, spurði fulltrúa Bandaríkjanna, James Lewis, hvort að tjáningarfrelsi Assange yrði tryggt með stjórnarskrá Bandaríkjanna. 

Lewis svaraði með þeim hætti að framferði Assange væri ekki verndað af stjórnarskrá Bandaríkjanna og sagði Assange hafa stefnt saklausum lífum í hættu með því að leka skjölum er vörðuðu þjóðaröryggi. 

Fjöldi stuðningsmanna Assange mættu fyrir utan dómshúsið í dag og þar á meðal eiginkona hans Stella, sem sagði áfrýjunina brjóta blað í málaferli Assange: 

„Allir sjá hvað þarf að gera. Það þarf að fresla Julian,“ sagði hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert