Segir Ísraela ekki fremja þjóðarmorð

Biden hélt ræðu sína í Hvíta húsinu í Washington-borg í …
Biden hélt ræðu sína í Hvíta húsinu í Washington-borg í Bandaríkjunum í tilefni mánuðar tileinkuðum ættjarðartengslum bandarískra gyðinga. AFP/Mandel Ngan

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti kom banda­mönn­um sín­um í Ísra­el til varn­ar í ræðu í Hvíta hús­inu í gær og neitaði því að sókn Ísra­ela á Gasa­svæðið væri þjóðarmorð.

„Það sem er að ger­ast er ekki þjóðarmorð, við höfn­um því,“ sagði Biden og vísaði til ásak­ana Suður-Afr­íku um hið gagn­stæða inn­an Alþjóðdóm­stóls Sam­einuðu þjóðanna í Haag.

For­set­inn banda­ríski ít­rekaði einnig að hann for­dæm­ir hand­töku­skip­un Alþjóðlega saka­mála­dóm­stóls­ins (ICC) gegn leiðtog­um Ísra­els.

Biden hélt ræðu sína í Hvíta hús­inu í Washingt­on-borg í Banda­ríkj­un­um í til­efni mánaðar til­einkuðum ætt­j­arðartengsl­um banda­rískra gyðinga.

Hann sagði stuðning Banda­ríkj­anna við Ísra­el vera skot­held­an. Samt sem áður hef­ur sam­band Banda­ríkj­anna verið óvenju stirt síðustu vik­ur.

Biden lýsti því yfir 8. maí að hann hefði í hyggju að stöðva send­ing­ar banda­rískra vopna­birgða til Ísra­els. Al­menn­ir borg­ar­ar hefðu fallið vegna notk­un­ar vopn­anna, og ómögu­legt væri að segja til um hvort Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, fyr­ir­skipaði stór­sókn að borg­inni Rafah.

Tvær hand­töku­skip­an­ir 

ICC fór í gær fram á hand­töku­skip­an­ir á hend­ur Net­anja­hú og Ya­hya Sinw­ar, leiðtoga Ham­as-sam­tak­anna á Gasa.

Kraf­an var lögð fram á grund­velli stríðsglæpa og glæpa gegn mann­kyn­inu vegna hryðju­verk­anna 7. októ­ber og stríðsins sem hef­ur geisað á Gasa eft­ir þau.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert