Danir geti ekki viðurkennt Palestínu sem stendur

Utanríkisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen.
Utanríkisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen. AFP

Ekki er tíma­bært fyr­ir dönsk yf­ir­völd að viður­kenna sjálf­stæði Palestínu en von­ast er til þess að það geti gerst þegar fram líða stund­ir.

Þetta hef­ur danska rík­is­út­varpið eft­ur Lars Løkke Rasmus­sen, ut­an­rík­is­ráðherra Dan­merk­ur. Yf­ir­lýs­ing sem þessi bíði betri tíma en Dan­ir séu hlynnt­ir tveggja ríkja sam­komu­lagi. Það sé vilji Dana að full­trú­ar beggja hliða ræði sam­an.

Fyrr í dag til­kynntu Spánn, Nor­eg­ur og Írland að rík­in myndu viður­kenna sjálf­stæði Palestínu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert