Norðmenn viðurkenna palestínskt ríki

Jonas Gahr Støre á blaðamannafundinum í morgun.
Jonas Gahr Støre á blaðamannafundinum í morgun. AFP/EArik Flaaris Johanesn

Norðmenn ætla að viður­kenna sjálf­stæði Palestínu frá og með 28. maí. Jon­as Gahr Støre, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs, greindi frá þessu á blaðamanna­fundi í morg­un.

Spán­verj­ar, Írar og Slóven­ar eru sagðir ætla að gera slíkt hið sama inn­an skamms.

„Það verður eng­inn friður án Palestínu­rík­is,” sagði Støre.

Hann sagði að ekki hefði verið hægt að bíða með ákvörðun­ina þangað til eft­ir að friðarsam­komu­lag næðist, að sögn Af­ten­posten. 

Eina langvar­andi lausn­in

Bætti hann við að eina langvar­andi lausn­in á deil­unni fyr­ir botni Miðjarðar­hafs væri tveggja ríkja lausn. Afstaða Norðmanna hefði lengi verið sú að Ísra­el­ar og Palestínu­menn skyldu búa hlið við hlið í friði og við ör­yggi. 

Palestínumenn innan um húsarústir á Gasasvæðinu í morgun eftir loftárásir …
Palestínu­menn inn­an um hús­a­rúst­ir á Gasa­svæðinu í morg­un eft­ir loft­árás­ir Ísra­ela. AFP/​Bash­ar Taleb

For­sæt­is­ráðherr­ann lagði áherslu á að Nor­eg­ur for­dæmdi árás Ham­as-sam­tak­anna á Ísra­el 7. októ­ber og sagði Ísra­ela hafa rétt á að verja sig.

Hann sagði aft­ur á móti að „viður­kenn­ing Palestínu get­ur styrkt þau hóf­sömu öfl í Palestínu sem vinna að tveggja ríkja lausn. Hún get­ur einnig styrkt hóf­söm öfl Ísra­els­meg­in og þetta get­ur fært Palestínu­mönn­um von um betri framtíð”.

Upp­fært kl. 7.28:

Írar hafa einnig viður­kennt sjálf­stæði Palestínu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert