Vilja hægja á brottflutningi ungs fólks

Luís Motenegro forsætisráðherra Portúgals.
Luís Motenegro forsætisráðherra Portúgals. AFP/Filipe Amorim

Ríkisstjórn Portúgals kynnti í dag aðgerðir sem miða að því að hægja á brottflutningi ungs fólks.

Luís Montenegro, forsætisráðherra Portúgals, sagði að með aðgerðunum væri ríkisstjórnin að senda skilaboð til ungs fólks: „Það er þess virði að búa í Portúgal“.

Skattalækkanir og meiri aðstoð

Ríkisstjórnin boðaði skattalækkanir fyrir fólk yngra en 35 ára og vill ýta undir aðstoð við fólk sem er að kaupa sína fyrstu eign og námsmenn. 

Ungir Portúgalar hafa lengi stundað að yfirgefið land sitt og meðal annars leitað til nágranna sinna á Íberíuskaganum í leit að betri launum og atvinnumöguleikum. Meira en fjórðungur Portúgala á aldrinum 15 til 39 ára býr erlendis. 

Áætlanir stjórnvalda fela í sér lánsábyrgð á húsnæðislánum fyrir fyrstu íbúðarkaupendur og tekjuskattshlutfall sem er þriðjungur af hlutfalli þeirra sem þéna minna en 80 þúsund evrur á ársgrundvelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka