Ætlunin að drepa Hamas-liða, segir Ísraelsher

Palestínsk kona heldur utan um barn sem féll í árás …
Palestínsk kona heldur utan um barn sem féll í árás Ísraelshers á Gasaströndinni í kvöld. AFP

Ísra­els­her gengst við því að hafa gert árás í Rafah á Gasa­strönd­inni í kvöld, þar sem tug­ir eru tald­ir látn­ir. Her­inn held­ur því fram að hann hafa ráðist á búðir Ham­as-liða en Rauði hálf­mán­inn seg­ir að um flótta­manna­búðir sé að ræða.

Palestínski Rauði hálf­mán­inn sagði fyrr í dag að Ísra­el­her hafi gert árás á af­markað mannúðarsvæði á Rafah, á Suður-Gasa, þar sem flótta­fólk dvaldi í tjöld­um. Tug­ir hefðu fallið í val­inn og marg­ir væru særðir.

Talið er að börn hafi lát­ist í árás­inni. Heil­brigðis­yf­ir­völd á Gasa segja að yfir 30 hefðu verið drepn­ir.

„Fyr­ir stuttu síðan réðst herflug­vél [ísra­elska hers­ins] á búðir Ham­as-sam­tak­anna í Rafah, þar sem mik­il­væg­ir hryðju­verka­menn Ham­as voru til starfa,“ seg­ir Ísra­els­her í yf­ir­lýs­ingu.

„Grimmi­legt fjölda­morð“

Her­inn seg­ist „meðvitaður um frétt­ir sem benda til þess að í kjöl­far árás­ar­inn­ar og elds­voðans hafi nokkr­ir al­menn­ir borg­ar­ar á svæðinu særst.“

Ísra­el gerði árás­ina nokkr­um klukku­stund­um eft­ir að Ham­as-hyrðju­verka­sam­tök­in skutu flug­skeyt­um í átt að borg­inni Tel Avív í dag.

Einn hlaut minni­hátt­ar áverka en þetta var fyrsta sinn í marga mánuði sem Ham­as skjóta eld­flaug­um í átt að borg­inni.

Alþjóðadóm­stóll­inn skipaði Ísra­el á föstu­dag­inn að stöðva inn­rás sína inn á Rafah. Ísra­el hef­ur aft­ur á móti ekki hlýtt á dóm­stól­inn.

For­seta­skrif­stofa Palestínu seg­ir í yf­ir­lýs­ingu að Ísra­el­ar hafi framið „grimmi­legt fjölda­morð“ með árás­inni á búðirn­ar búðunum í Rafah í kvöld. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert