„Hörmulegt slys“

Benja­mín Net­anja­hú, forsætisráðherra Ísraels.
Benja­mín Net­anja­hú, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Benja­mín Net­anja­hú, forsætisráðherra Ísrael, segir að loftárás Ísraelshers á Rafah hafi verið hörmulegt slys sem ríkisstjórn hans væri að rannsaka. Að minnsta kosti 45 létu lífið í árásinni.

„Í Rafah fluttum við milljón óbreyttra borgara á brott og þrátt fyrir það varð hörmulegt slys í gær,“ segir Netanjahú. Er málið í rannsókn og telur Netanjahú mikilvægt að gengið verði úr skugga um það að Ísraelsher hafi gert allt sem hægt væri að gera til að koma í veg fyrir að almennir borgarar særðust.

Að minnsta kosti 45 manns létu lífið og 249 slösuðust eftir loftárásina, en palestínski Rauði hálf­mán­inn sagði að ísra­elski her­inn hefði ráðist á af­markað mannúðarsvæði þar sem flótta­fólk dvelur í tjöldum.

Alþjóðlegir leiðtogar hafa fordæmt loftárásina og kallað eftir tafarlausu vopnahléi og virðingu fyrir alþjóðalögum.

„Ég mun aldrei gefast upp“

Netanjahú sagði að Ísrael muni ekki gefast upp þrátt fyrir alþjóðlegan þrýsting og fordæmir þann þrýsting sem ríkisstjórnin hefur orðið fyrir frá upphafi stríðsins. 

„Ég gefst ekki upp og ég mun aldrei gefast upp. Ég rís á móti þrýstingi heima og erlendis.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert