Volodímír Selenskí, forseti Úkraínu, útilokar þátttöku Rússa á friðarráðstefnu sem fram fer í Sviss dagana 15. og 16. júní.
Gert er ráð fyrir að tugir erlendra þjóðarleiðtoga muni mæta og hefur Selenskí meðal annars boðið Bjarna Benediktssyni þátttöku.
„Við sjáum Rússa ekki þar því Rússar munu loka fyrir allt. Það er ljóst,“ sagði Selenskí og bætti við að Rússland „hagnist ekki á friði. Þeir vilja eyða Úkraínu og halda áfram.“