„Verðum að varðveita evrópsk gildi“

Emmanuel Macron, Frakklandsforseti.
Emmanuel Macron, Frakklandsforseti. AFP

Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði að Evrópa verði að vera vakandi fyrir stefnumálum þjóðernissinnaðra flokka og ríkisstjórna. 

„Alls staðar í lýðræðisríkjum okkar þrífast hugmyndir knúnar af þjóðernishyggju frá öfga flokkum til hægri,“ sagði Macron í ræðu sinni í borginni Dresden í Þýskalandi í fyrstu opinberu heimsókn Frakklandsforseta til Þýskalands í 25 ár.

Verðum að standa við gildin okkar

„Í Evrópu eigum við ekki bara að fylgja ákveðnum reglum, heldur líka gildum. Við verðum að finna styrk og skuldbindingu til að varðveita evrópsk gildi alls staðar.“

Macron undirstrikaði ógnina við innrás Rússa í Úkraínu og sagði það Evrópubúa beri ábyrgð á að tryggja frið í heimsálfunni. Með því að styðja ekki Úkraínu og gera allt til þess að stöðva árásarhneigð rússneska ríkisins yrði aldrei friður í Evrópu.

„Í Úkraínu er það öryggi ykkar og friður okkar sem er í húfi,“ sagði hann og bætir við að Evrópa verði að huga að eigin vörnum og öryggi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert