Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, varar við auknu mannfalli í Rafah-borg ef árásir Ísraelsmanna halda áfram.
Stofnunin segir að aðgangur að heilbrigðisþjónustu í Rafah frá upphafi innrásar Ísraelshers í borgina hafi verið skelfilegur. Tveir af þremur spítölum í Rafah hafa verið lokaðir frá upphafi innrásarinnar.
„Ef innrásin heldur áfram munum við missa síðasta sjúkrahúsið í Rafah,“ segir Rik Peeperkorn, fulltrúi stofnunarinnar.
Það myndi þýða að tímabundið sjúkrahús sem sett var upp við Gasaströndina þyrfti að huga að öllum þeim 1,9 milljón manna sem nú eru á svæðinu.
Hjálparsamtök hafa verið í verulegum vandræðum að koma hjálparaðstoð í Palestínu vegna truflana á vegamótum.
Peeperkorn kveðst telja að sextíu flutningabílar frá WHO bíði á landamærum Egyptalands eftir því að komast inn á Gasa. Eins og er hafa bara þrír flutningabílar farið með sjúkrabirgðir yfir landamærin síðan 7. maí.