Bjarni fundar með Selenskí

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tekur  í dag þátt í leiðtogafundi Norðurlandanna með Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, í Stokkhólmi. 

Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnarráðsins.

Þetta mun vera þriðji fundur Selenskís með leiðtogum Norðurlandanna. Fyrri fundir voru haldnir í Helsinki í Finnlandi og Osló í Noregi.

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, er gestgjafi fundarins í dag en aðrir þátttakendur eru Alexander Stubb, forseti Finnlands, Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.

Í tilkynningunni segir að umræðuefni fundarins verði m.a. stuðningur Norðurlandanna við Úkraínu og staða á friðaráætlun Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert