„Hættulegt ástand“ í Japan

Fólk á gangi í Shibuya-hverfinu í Tókýó, höfuðborg Japans.
Fólk á gangi í Shibuya-hverfinu í Tókýó, höfuðborg Japans. AFPYuichi Yamazaki

Jap­anska heil­brigðisráðuneytið lýs­ir nú­ver­andi fæðing­artíðni í land­inu sem hættu­legu ástandi.

Sam­kvæmt nýj­ustu töl­um ráðuneyt­is­ins fækk­ar fæðing­um í land­inu áfram og er þetta átt­unda árið í röð sem það ger­ist.

Meðal­fjöldi barna sem bú­ist er við því að hver kona í Jap­an eign­ist fór niður í 1,2 á síðasta ári, sem er langt fyr­ir neðan það 2,1 barn sem þarf að fæðast til að viðhalda mann­fjöld­an­um í land­inu.

124 millj­ón­ir manna búa í Jap­an.

„Áfram­hald­andi dvín­un fæðing­ar­hlut­falls­ins er hættu­legt ástand,” sagði emb­ætt­ismaður í heil­brigðisráðuneyt­inu við AFP-frétta­stof­una.

Minnk­andi fæðing­artíðni er al­geng í þróuðum ríkj­um heims­ins. Tíðnin í Jap­an er þó enn nokkuð fyr­ir ofan þá sem er hjá ná­granna­rík­inu Suður-Kór­eu. Þar er hún lægst í heim­in­um, eða 0,72.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert