„Hættulegt ástand“ í Japan

Fólk á gangi í Shibuya-hverfinu í Tókýó, höfuðborg Japans.
Fólk á gangi í Shibuya-hverfinu í Tókýó, höfuðborg Japans. AFPYuichi Yamazaki

Japanska heilbrigðisráðuneytið lýsir núverandi fæðingartíðni í landinu sem hættulegu ástandi.

Samkvæmt nýjustu tölum ráðuneytisins fækkar fæðingum í landinu áfram og er þetta áttunda árið í röð sem það gerist.

Meðalfjöldi barna sem búist er við því að hver kona í Japan eignist fór niður í 1,2 á síðasta ári, sem er langt fyrir neðan það 2,1 barn sem þarf að fæðast til að viðhalda mannfjöldanum í landinu.

124 milljónir manna búa í Japan.

„Áframhaldandi dvínun fæðingarhlutfallsins er hættulegt ástand,” sagði embættismaður í heilbrigðisráðuneytinu við AFP-fréttastofuna.

Minnkandi fæðingartíðni er algeng í þróuðum ríkjum heimsins. Tíðnin í Japan er þó enn nokkuð fyrir ofan þá sem er hjá nágrannaríkinu Suður-Kóreu. Þar er hún lægst í heiminum, eða 0,72.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert