Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, segir þjóðernisöfl langt til hægri vinna að eyðileggingu Evrópu.
Von der Leyen býður sig fram í annað sinn til Evrópuþings og ávarpaði kjósendur og flokksmenn í München fyrr í dag.
„Evrópu stafar ógn sem aldrei fyrr af popúlistum, öfgamönnum og lýðskrumurum,“ sagði von der Leyen.
Í því samhengi beindi hún spjótum flokknum Alternative für Deutschland (AfD), sem telst til ofangreindra afla langa til hægri:
„Þessir öfgamenn eiga eitt sameiginlegt: þeir vilja veikla og eyðileggja okkar Evrópu,“ sagði hún.