39 ára karlmaður handtekinn

Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur. AFP/Mads Claus Rasmussen/Ritzau Scanpix

39 ára karlmaður hefur verið handtekinn í tengslum við árás á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í Kaupmannahöfn í gær.

DR greinir frá því að maðurinn verði leiddur fyrir dómara klukkan 13 í dag í Fredriksberg í Kaupmannahöfn. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum. 

Margt er óljóst varðandi atvikið en forsætisráðuneytið greindi frá því í gær að Frederiksen hafi verið slegin af manni á Kola­torg­inu. Þá sagði að forsætisráðherrann væri í áfalli yfir atvikinu og að hún myndi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. 

Síðar sagði í færslu lögreglunnar í Kaupmannahöfn á X að búið væri að handtaka einstakling vegna málsins og að það væri í rannsókn. 

Margir danskir þingmenn hafa fordæmt árásina og þá sendi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra frá sér samúðarkveðjur í gærkvöldi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert