Tugþúsundir mótmæltu um allt Þýskaland

Mótmælendur söfnuðust saman víðsvegar um Þýskaland til þess að hvetja …
Mótmælendur söfnuðust saman víðsvegar um Þýskaland til þess að hvetja borgara til að nýta kosningaréttinn sinn. AFP

Tugþúsundir mótmælenda söfnuðust saman í Þýskalandi í dag til þess að hvetja borgara til að kjósa gegn róttækum hægriflokkum í kosningum til Evrópuþingsins.

Kosningarnar standa yfir en þeim lýkur á morgun.

Í Berlín söfnuðust saman um 30 þúsund manns til þess að mótmæla samkvæmt skipuleggjendum. Fylktu þau liði og héldu á spjöldum sem hvöttu fólk til þess að láta af fordómum í garð minnihlutahópa.

Besta leiðin til að verja lýðræðið er að kjósa

Fylgiskannanir benda til þess að AfD-flokkurinn gæti hlotið allt að 15% atkvæða í Þýskalandi sem yrði besta frammistaða flokksins frá upphafi. Flokkurinn þykir afar þjóðernissinnaður.

Olaf Scholz Þýskalandskanslari ávarpar mannmergð á kosningafundi.
Olaf Scholz Þýskalandskanslari ávarpar mannmergð á kosningafundi. AFP

„Það er engin betri leið til að verja lýðræðið en að fara og kjósa á morgun,“ sagði Tareq Alaows frá réttindasamtökum flóttamanna við mótmælendur á opnum fundi.

Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman á víðsvegar í Þýskalandi eins og í Stuttgart, Leipzig, Dresden, Munchen og Frankfurt.

AfD-flokkurinn með tengsl við Kína

AfD-flokknum var vikið úr öfgahægri hópi innan Evrópuþingsins eftir að Maximilian Krah, frambjóðandi flokksins, lét ummæli falla sem voru til þess fallin að fegra SS-sveitir nasistanna.

Auk þess hefur Krah veirð til rannsóknar vegna samskipta hans við Kína eftir að aðstoðarmaður hans var handtekinn fyrir njósnir fyrir Peking.

Maximilian Krah, frambjóðandi AfD-flokksins, er til rannsóknar vegna tengsla við …
Maximilian Krah, frambjóðandi AfD-flokksins, er til rannsóknar vegna tengsla við Kína. AFP

Í ársbyrjun var greint frá því að meðlimir flokksins hafi verið viðstaddir umræður um áætlanir um fjöldabrottvísanir útlendinga frá Þýskalandi.

Olaf Scholz Þýskalandskanslari hvatti fólk á kosningafundi í Duisburg að kjósa á sunnudag til að verja lýðræðið og réttarríkið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert