Markaðir nötra vegna uppsveiflu hægriflokka

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti þingrof í sjónvarpsávarpi.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti þingrof í sjónvarpsávarpi. AFP

Gengi bréfa í stærstu bönkum Frakklands, á borð við BNP Paribas og Societe Generale, féll um meira en 5% eftir að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti að hann myndi rjúfa þing og boða til skyndilegra kosninga.

Franska hlutabréfavísitalan CAC-40 lækkaði um 2,2 prósentustig og gengi evrunnar féll um 1% á móti bandaríkjadal, á meðan frönsk ríkisskuldabréf til 10 ára hækkuðu um 3,2%.

Aukin óvissa í frönskum stjórnmálum blasir við.

Endurreisnarflokkur Macrons beið afhroð í nýafstöðnum þingkosningum til Evrópuþingsins en hann hlaut rétt tæplega 15,2% atkvæða, á meðan hans helstu pólitísku andstæðingar, Marine Le Pen og Þjóðfylkingarflokkur hennar, sóttu verulega á og hlutu um 30,2% fylgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert